Ferill 761. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1155  —  761. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hefur ráðherra tekið til skoðunar í samráði við heilbrigðisráðherra hvort tilefni sé til að samræma fyrirkomulag við val á sérfræðingum í þverfaglega hópa samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, eins og meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar beindi til ráðherra á 151. löggjafarþingi (þskj. 564) að gera?
     2.      Lítur ráðherra svo á að teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, sem heilbrigðisráðherra skipaði 21. október 2022, uppfylli það að teljast þverfaglegt í ljósi þess að í teymið voru skipaðir sérfræðingar í innkirtla- og skurðlækningum en engir sérfræðingar í sálfræði, félagsráðgjöf og/eða kynjafræði sem ráðherra sagði að kynni að vera þörf á í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 154/2020?


Skriflegt svar óskast.